Mæli með: Á Netflix

Erum við ekki alltaf að leita að einhverju nýju til að horfa á, t.d. á Netflix?

Í ljósi þess að flest okkar verða meira og minna heimavið næstu dagana, mögulega frekar aðgerðalaus, fannst mér tilvalið að taka saman lista yfir bæði myndir og þætti sem ég mæli með á Netflix.

Spennuþættir
Á þessum lista eru þættir sem við Gunni höfum horft á saman. Mér finnst næs að eiga alltaf einn þátt sem okkur Gunna finnst báðum skemmtilegur, þá eigum við nokkur lítil „date night“ í viku þar sem við horfum saman á nokkra þætti. Listinn er ekki í neinni sérstakri röð heldur eiga þessir þættir það sameiginlegt að við vorum gjörsamlega hooked á hverjum þætti.

  1. How to Get Away with Murder
  2. Money Heist
  3. Lucifer
  4. Outer Banks
  5. Peaky Blinders

Gamanþættir
Ég gat eiginlega ekki gert þennan lista án þess að hafa Friends á honum, annað hefði verið vitleysa. Það er enginn þáttaröð sem ég hef horft jafn oft á og Friends og eiga þeir vinirnir alveg sérstakan stað í mínu hjarta. Á þessum lista eru þættir sem ég hef horft á ein fyrir utan Sex Education, það horfðum við Gunni á saman. Þetta eru allt þættir sem mér finnst fyndnir og þægilegt að horfa á, t.d. þegar ég skrifa blogg eða edita myndir .

  1. Friends
  2. Dead to me
  3. Workin’ Moms
  4. Grace and Frankie
  5. Sex Education

Myndir
Þessi listi er frekar random. Hann inniheldur myndir sem ég (og Gunni) höfum horft á síðustu mánuði á Netflix og fannst báðum góðir. Blanda af spennu- og gamanmyndum og svo leynist ein heimildamynd þarna í lokin.

  1. 6 Underground
  2. The Other guys
  3. Instant Family
  4. The Safe House
  5. The Social Dilemma

Vonandi kemur þessi listi einhverjum að góðum notum!
Mér finnst sjálfri alltaf gaman að fá hugmyndir að einhverju skemmtilegu til að horfa á frá öðrum.

Annars vona ég allir hafi það gott þrátt fyrir ástandið á Íslandi í augnablikinu ❤ Við höfum þó allavega fína afsökun fyrir því að vera heima í kósý að horfa á Netflix!

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s