Fast fashion – Hvað er það og hvað getum við gert?

Færsla dagsins er tileinkuð hugtakinu „fast fashion“. Fast fashion má best lýsa sem fatnaði sem framleiddur er á ógnarhraða til þess að færast sem fyrst af tískupöllunum yfir í búðir. Það er fatnaður sem endurspeglar helstu trendin þá stundina, er framleiddur í miklu magni og er á viðráðanlegu verði. Þessi lýsing hljómar kannski ekki svo hræðilega og í grunninn er hugmyndin á bakvið fast fashion að gera stórum hópi neytenda kleift að klæðast fallegum fötum án þess að greiða aleiguna fyrir.

En, fast fashion er líka þess valdandi að stór hópur fólks vinnur við ómannúðlegar aðstæður fyrir laun sem duga ekki einu sinni fyrir helstu nauðsynjavörum. Fast fashion er þess valdandi að stór hluti skóglendis hefur horfið, dýr eru drepin og umhverfið er mengað í miklum mæli. Fast fashion er einnig þess valdandi að stórir haugar af fötum sem ekki seljast hlaðast upp á urðunarstöðum út um allan heim.

Fyrir nokkrum árum síðan heyrði ég fyrst hugtakið fast fashion og um neikvæð áhrif þess á samfélagið. Á þeim tíma lét ég það eins og vind um eyrun þjóta. Ég sannfærði sjálfa mig um að tískuiðnaðurinn væri ekki svona slæmur í raun og veru og að það myndi engu skipta hvort ég myndi versla föt frá svokölluðum „fast fashion“ fyrirtækjum. Ég sagði sjálfri mér að ég hefði ekki efni á að versla frá öðrum fyrirtækjum og hreinlega neyddist því til þess að versla fast fashion.

Það var svo fyrir um tveimur til þremur árum sem ég fór raunverulega að skoða hvað felst í fast fashion, fræðast um viðfangsefnið og gera eitthvað í mínum málum. Ég þurfti að bíta í það súra epli að ég neyddist alls ekki til þess að kaupa fast fashion heldur „neyddist ég“ til þess að kaupa minna. Í stað þess að kaupa peysu, buxur og bol á 10.000 í Zöru, að velja heldur að kaupa peysu og bol á 10.000 í Spúútnik. Í raun snérist mitt vandamál einungis um að velja betur og taka upplýstari ákvarðanir.

Fast fashion er risastórt vandamál sem verður ekki leyst á einum degi og til að byrja mér fannst mér það svolítið yfirþyrmandi. Ég átti erfitt með að sjá hvernig litla ég á litla Íslandi gæti mögulega haft áhrif á framleiðslu stórra tískufyrirtækja úti í heimi. Staðreyndin er samt sú að litla ég getur gert svo margt. Litla ég á stóra fjölskyldu. Litla ég á vini sem koma alls staðar að. Litla ég er á þessum helstu miðlum eins og Facebook, Instagram, Snapchat og nú nýlega þessu ágæta bloggi. Litla ég hef svo mikið af tækifærum þar sem ég get talað um hlutina, frætt bæði mig og aðra, átt rökræður og haft áhrif á þá sem nenna að hlusta á eða lesa það sem ég skrifa. Litla ég get nefnilega gert svo margt og haft áhrif á alls konar fólk án þess að gera mér endilega grein fyrir því. Við getum það öll.

Ég er ekki sérfræðingur í þessum málum og ég er langt frá því að vera fullkomin þegar kemur að því að versla alltaf hjá réttum fyrirtækjum. En það er líka allt í lagi, það þarf ekki að vera fullkominn. Margt smátt gerir eitt stórt er orðatiltæki sem mér finnst oft eiga vel við og ekki síður núna. Ég á föt frá fast fashion fyrirtækjum og mun mjög líklega versla föt frá fast fashion fyrirtæki í nánustu framtíð. Það er mikið af fyrirtækjum sem ég hreinlega veit ekki hvort séu fast fashion eða ekki og oft er erfitt að finna réttar upplýsingar um það. En ég er að gera mitt allra besta í að velja betri kosti, fræða mig og upplýsa og það er skref í rétta átt.

Buxur - Vintage levi's // Bolur - Sporty&Rich (sem er svokallað slow fashion fyrirtæki)

Ég ákvað að taka saman nokkur skref sem ég sjálf hef reynt að temja mér að fara í gegnum áður en ég versla mér eitthvað. Vonandi koma þau ykkur að góðum notum ❤

  1. Þarf ég raunverulega þessa flík? (Svarið er yfirleitt nei, því miður, en ég er nú einu sinni mannleg og finnst skemmtilegt að klæðast nýjum og fallegum fötum).
  2. Á ég eitthvað nú þegar sem ég gæti frekar notað? Eða á ég eitthvað sem ég gæti lagað eða breytt og þá notað í staðinn?
  3. Get ég fengið lánað hjá einhverjum öðrum? Mömmu, pabba, systkinum, kærasta, vin eða vinkonu?
  4. Get ég keypt notaða flík?
  5. Get ég keypt flíkina af fyritæki sem framleiðir á mannúðlegan og umhverfisvænan hátt?

Í lokin langar mig að benda á Fashion Revolution, samtök sem vinna gegn ómannúðlegri og óumhverfisvænni framleiðslu tískufyrirtækja. Fashion Revolution hefur gert magnaða hluti og stuðlað að svo sturluðum breytingum frá árinu 2013 eða síðan Rana Plaza verksmiðjan í Bangladesh hrundi og þúsundir manna létu lífið. Þau halda úti bæði heimasíðu og Instagram aðgang sem er hvort tveggja stútfullt af hjálplegum upplýsingum. Ég mæli eindregið með að kynna sér þeirra starfsemi HÉR.

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s