Litlu hlutirnir

Síðustu dagar hafa verið voðalega furðulegir. Ég er þreyttari en venjulega, kem minna í verk og vil helst ekki gera neitt annað en liggja í sófanum og horfa á þætti. Ég heyrði svo í vinkonu minni í morgun og hún var að upplifa það sama. Einhver þyngsli að hrjá okkur stöllurnar þessa dagana.

Ég held að ég sé í fyrsta sinn að upplifa einhvers konar bugun yfir þessu covid ástandi í bland við annað. Veturinn er reyndar alls ekki minn tími, kann ekki við svona mikinn kulda og myrkur (sem kemur sér illa á þessu landi sem ég hef kosið að búa á).

EN nóg af væli í bili.

Á tímum sem þessum, þegar allt virðist ómögulegt, þá er extra mikilvægt að taka eftir því hversdagslega sem veitir okkur gleði og ánægju. Litlu hlutirnir sem gera lífið svo fallegt.

Hér að neðan er minn listi. Ég hvet þig til þess að útbúa þinn eigin ❤

 1. Morgungrauturinn minn sem inniheldur hafra, hreint kakó, epli, rúsínur og nóg af hnetusmjöri. Ég hlakka til að borða hann þegar ég fer að sofa kvöldið áður.
 2. Göngutúr, með fjölskyldunni eða podcast. SVO næs að fara út fyrir dyrnar heima og anda að sér fersku lofti.
 3. Rútína. Ég er rútínukona og líður betur þegar hver dagur er vel skipulagður. Morgunrútína, kvöldrútína og svo gott skipulag yfir daginn.
 4. Að hafa eitthvað til þess að hlakka til. Hef komist að því að það er mér mjög mikilvægt að hafa eitthvað til þess að hlakka til, sama hversu lítið eða stórt það er. Í dag hlakka ég til að fara á deit með Gunna á föstudaginn og svo er ég líka farin að hlakka mikið til jólanna.
 5. Kisurnar mínar. Lífið væri heldur tómlegt án þeirra. Veit fátt betra en að knúsast aðeins í þeim, þó við misgóðar undirtektir frá þeim.
 6. Að gera mig fína. Viðurkenni það fúslega að ég hef ekki verið mjög dugleg að klæða mig í annað en jogging gallann síðan önnin hófst. Hef aðeins verið að bæta úr því undanfarið og það er svo miklu skemmtilegra að klæðast almennilegum fötum, jafnvel farða mig smá ef ég er í stuði.
 7. Að hitta vini mína. Ég sakna þeirra svo mikið að það er vont að skrifa þetta. Erfitt að búa í Þorlákshöfn akkúrat núna þegar allt mitt fólk býr í Reykjavík eða á Selfossi ❤
 8. Tónlist. Ég gerði nýverið playlista á Spotify bara með lögum sem ég fæ gæsahúð þegar ég hlusta. Mæææli með að græja svoleiðis playlista.
 9. Samvera með fjölskyldunni. Þegar allir eru heima að borða kvöldmat saman, spjalla eða horfa á eitthvað skemmtilegt.
 10. Góður kaffibolli. Ég reyni að drekka ekki fleiri en einn kaffibolla á dag en þessi eini er fyrir vikið mjög mjög góður.
 11. Nýtt tölublað af Hús&Híbýli. Ákvað að kaupa áskrift að þessu uppáhalds blaði í sumar og sé aldeilis ekki eftir því.
 12. Góðar húðvörur. Þarf eflaust ekki að útskýra neitt hér, það er einfaldlega geggjað að maka á sig góðum vörum sem næra húðina.
 13. Pinterest. Mest notaða appið í símanum mínum fyrir utan Instagram. Ég skoða aðallega tísku og innanhúss inspo.
 14. Sólin. Þó svo að hún er heiðri okkur sífellt minna með nærveru sinni þá gleður hún mig mikið.
 15. Netflix + teppi + möns. Hin heilaga þrenna.

Fleira var það ekki í bili. Ég vona að allir hafi það gott og að þessi færsla hafi mögulega veitt einhverjum innblástur ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s