Á ég að hætta að versla við fast fashion fyrirtæki?

Í stuttu máli: Nei, verslaðu við þau fyrirtæki sem þú vilt.

Í örlítið lengra máli:

Ef allur heimurinn myndi taka sig til og hætta að versla við fast fashion fyrirtæki myndi stærsti hluti fataverslana verða gjaldþrota. Því miður er það þannig að flest tískufyrirtæki þessa heims eru fast fashion fyrirtæki. Líka stóru, rótgrónu, high end fyrirtækin. Þó svo að flíkur séu dýrari er ekki þar með sagt að framleiðslan á þeim sé umhverfisvænni eða að þeir starfsmenn sem búa þær til fái hærri laun. Því miður.

Ef öll þessi fyrirtæki yrðu gjaldþrota yrðu allir þeirra starfsmenn atvinnulausir, fátækt myndi aukast og hagkerfi heimsins ætti undir verulegu höggi að sækja. Ég held við getum öll verið sammála um að það viljum við ekki. Það sem við viljum (eða ég vil a.m.k trúa að við viljum flest) er að fyrirtæki framleiði minna og á umhverfisvænni máta, veiti starfsmönnum sínum öruggt starfsumhverfi og borgi þeim mannsæmandi laun.

Og hvað getum við sem neytendur gert til þess að knýja fram þær breytingar?

Það sem við getum fyrst og fremst gert er að kaupa minna. Velja vel þær flíkur sem við viljum eignast. Ekki kaupa einungis til þess að kaupa. Þegar við verslum þá fáum við ákveðið kick út úr því. Það er gaman að eignast nýja hluti og þess vegna endum við stundum á að kaupa eitthvað sem við höfum ekki not fyrir. Undirrituð kannast vel við það.

Það hefur hentað mér vel að breyta minni kauphegðun í skrefum. Byrja kannski á að hugsa mig aðeins betur um næst þegar ég set í körfuna á Asos. Þarf ég þessa flík? Mun ég geta notað hana við ýmis tilefni? Er þetta flík sem ég sé fram á að eiga til lengri tíma? Ef svarið við þessum spurningum er já, þá flott! Ef ekki, þá eru þessi kaup kannski óþarfi og munu þjóna litlum tilgangi. Þ.e. öðrum tilgangi en að stækka umhverfissporið 😇

Það sem við getum líka gert er að fara vel með þær flíkur sem við eigum fyrir. Ekki þrífa þau að óþörfu, sauma ef það kemur lítið gat eða fara með þær í viðgerð. Fyrir 6 árum keypti ég leðurjakka í Zöru sem ég hef notað mjög mikið og held mikið upp á. Fyrir 2 árum rifnaði hann og ég prufaði að fara með hann til skósmiðs, einhver sniðugur hafði bent mér á það. Jakkinn kom til baka eins og nýr eftir ca. viku og ég borgaði um 5000 krónur fyrir. Töluvert ódýrari og umhverfisvænni lausn en að kaupa nýjan jakka!

Þetta tvennt helst svo oftar en ekki í hendur. Þegar við kaupum minna og veljum betur þá förum við ósjálfrátt betur með eigur okkar.

Síðast en ekki síst þá getum við leitað okkur upplýsinga, spurt spurninga og kannað hvernig framleiðslu er hagað hjá fyrirtækjunum sem við verslum við. Við eigum rétt á að vita hvaðan flíkurnar koma, úr hverju þær eru, hver býr þær til og við hvaða aðstæður starfsmenn fyrirtækja vinna. Ég veit þó ekki hversu mikið starfsmenn alþjóðlegra tískufyrirtækja á Íslandi eru meðvitaðir um nákvæmlega þessa þætti en við erum svo heppin að lifa á tímum internetsins og samfélagsmiðla þar sem aðgengi að fyrirtækjum hefur aldrei verið betra. Við erum í kjöraðstæðum til þess að fá þær upplýsingar sem við leitumst eftir. Þegar við spyrjum spurninga þá sýnum við fyrirtækjum að okkur er ekki sama hvaðan fötin okkar koma og hvernig þau eru búin til. Við sýnum að við erum ekki til í að kaupa hvað sem er og það hvetur til breytinga.

Ég vona að þessi færsla hjálpi mögulega einhverjum sem er forvitinn um fast fashion. Eftir síðustu færslu (sjá HÉR) fékk ég svolítið af spurningum um hvaða fyrirtæki viðkomandi ætti frekar að versla við o.s.frv. og hér er mitt (óþarflega langa) svar.

TAKK fyrir að lesa ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s