Að skipuleggja reisu sjálfur

VÚHÚ fyrsta reisufærslan (af mörgum)!!
Ég er SVO spennt að deila með ykkur þessu ævintýri 🦋

Í júlí 2017 pöntuðum við Gunni one way ticket til Tælands og var áætluð brottför í janúar 2018. Við ákváðum að kaupa einungis þetta eina flug og leyfa ferðina svo ráðast. Ástæðan fyrir því að við ákváðum að gera þetta svona var sú að við vildum hafa frelsi til þess að gera nákvæmlega það sem við vildum. Geta framlengt á þeim stöðum sem við elskuðum en einnig farið fyrr ef þeir voru ekki að heilla. Og það var nákvæmlega það sem við gerðum.

Við hófum að safna fyrir ferðinni í júní 2017. Ég var þá nýútskrifuð sem stúdent og ekki með mikinn pening á milli handanna. Gunni var aðeins betur staddur en ég. Í þokkabót áttum við pantaða ferð til Flórída yfir jólin með fjölskyldunni minni svo við höfðum aðeins 5-6 mánuði til þess að safna eins miklum peningum og við mögulega gátum.

Sparnaður

Okkar leið til að safna var að skammta okkur ákveðinni upphæð á mánuði. Ég ákvað að eyða aldrei meira en 50.000 kr. og var það alveg geranlegt markmið. Við bjuggum heima og borguðum ekki fyrir húsnæði, ég átti ekki bíl og fór fótgangandi til vinnu alla daga. Til þess að minnka eyðslu enn frekar keypti ég nær engin föt eða annað fyrir sjálfa mig yfir þessa mánuði, borðaði mest megnis heima eða í vinnunni og fylgdist vel með í hvað ég eyddi. Gunni greyið lenti í því óhappi að þurfa að fara í aðgerð í ágúst 2017 og var frá vinnu í tvo mánuði en hann eyddi þó ekki miklu yfir þann tíma verandi meira og minna heima fyrir. Í desember 2017 áttum við um eina og hálfa milljón hvort í ferðasjóð og hluta af þeim pening eyddum við í Flórída.

  • Við fórum með c.a. 1.200.000 kr. á mann út.
  • Flug voru um 400.000 kr. í heildina og flugið heim var dýrast, eða um 100.000 kr. á mann.
  • Í lok ferðar áttum við ágætis pening eftir svo við tókum meðvitaða ákvörðun um að eyða síðustu dögunum á fínu hóteli, gera vel við okkur í mat og drykk og versla. Við enduðum á að eyða um 200.000 kr. í það.
  • Rest var eytt í mat, hótel, ferðamáta innanlands og alls konar afþreyingu í rúma 3 mánuði.

Undirbúningur

Það er ýmislegt sem þarf að huga að fyrir svona ferðalag. Stuttu eftir að við bókuðum flugið hafði ég samband Ferðavernd um viðeigandi bólusetningar. Mikilvægt að gleyma þeim ekki! Bólusetningar eru dýrar svo það er gott að gera ráð fyrir þeim í sparnaðinum. Minnir að í okkar tilviki hafi þær kostað um 30-40.000 í heildina og við fórum í nokkur skipti fyrir sumar þeirra.

Við þurftum svo að athuga með ferðatryggingu, svona til öryggis. Við bjuggum heima hjá foreldrum mínum og heimilistryggingin þeirra var með hefðbundinni ferðatryggingu svo við spáðum ekki meira í það. Ég held að flestir láti það duga ef planið er ekki að fara í einhverja hættuferð.

Við létum einnig græja alþjóðlegt ökuskírteini fyrir okkur hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Það tók enga stund og er gott að hafa þegar þig langar að leigja vespu og svoleiðis því íslenska ökuskírteinið gildir bara innan EES.

Við (ég – Gunni flaut bara með) skipulögðum ferðina sjálfa annars ekki mikið fyrir fram. Við skoðuðum að sjálfsögðu alls konar lönd og höfðum einhverja hugmynd um hvert okkur langaði að fara en áttum einungis þetta eina flug til Tælands. Það gerði ferðina enn meira spennandi að mínu mati!

Flug, hótel og VISA

Við bókuðum öll okkar flug á dohop.com eða kiwi.com hvort sem það voru flug á milli landa eða innanlandsflug. Mega þægilegt að bóka þar í gegn, finnur öll heimsins flug. Ef það er millilending þá þarf að passa að hafa nægan tíma á milli fluga. Við reyndum að miða við 3 tíma á milli fluga svo það væri pottþétt að við næðum því. Flugvellir geta verið svo mikil völundarhús og það getur tekið lúmskt mikinn tíma að fara í gegn. Þegar við fórum svo á milli staða með bíl, rútu eða bát þá bókuðum við það í gegnum gististaðina sem við vorum á eða fórum á local ferðaskrifstofur, þær eru út um allt.

Við græjuðum ekkert VISA fyrirfram en það var líka því við vissum ekki nákvæmlega hvert við ætluðum að fara. Það er visa on arrival í Tælandi svo við þurftum ekki að spá í því. Langflest lönd eru með visa on arrival en það eru undantekningar. Við þurftum t.d. að sækja um Visa fyrirfram áður en við fórum til Víetnam og þá gerðum við það í gegnum hótelið sem við gistum á. Tók 1-2 daga og ekkert ves!

Þegar við bókuðum hótel þá var það nær alltaf í gegnum booking.com og svo stundum í gegnum hostelworld og airbnb. Þar skiptir mestu máli að skoða vel reviews, myndir og hvar gististaðurinn er staðsettur. Við bókuðum yfirleitt bara 2 nætur til að byrja með ef við vorum óviss með gististaðinn. Þannig gátum við framlengt ef okkur leist vel á, en líka farið annað ef ekki. Ef okkur langaði að framlengja þá lentum við sjaldan í að þurfa að finna annan gististað, kom örsjaldan fyrir á litlum, vinsælum túristastöðum.

Ég vona að ég hafi gefið þér góðar upplýsingar kæri lesandi um hvernig þú getur skipulagt reisu sjálfur. Mín reynsla er að það er minnsta mál í heimi!

Ef einhverjar spurningar vakna er alltaf velkomið að senda á mig hér að neðan í athugasemdum eða í gegnum Instagram ❤

LOVE
SesselíaFærðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s