Hvernig á að pakka fyrir reisu?

Þetta er sú spurning sem ég velti eflaust hvað mest fyrir mér áður en við fórum. Hvað væri best að taka með sér og hversu mikið. Verandi skipulagsfrík þá tókst held ég bara nokkuð vel að pakka í töskurnar og ég man ekki eftir að hafa vantað neitt sérstakt. Nema augabrúnalit, hann hefði mátt vera með í för. Í lok ferðalagsins var ég ekki með sjáanlegar augabrúnir og ástandið var verulega slæmt. Ég myndi bíða spennt/ur eftir þeim myndum!

Við vorum með 65 lítra poka á bakinu sem við keyptum í Ellingsen á sínum tíma. Okkur fannst það fullkomin stærð og þeir nýttust okkur mjög vel. Við notum þá oft enn í dag þegar við förum í ferðalög. Svo vorum við líka með einn minni bakpoka hvor fyrir handfarangur.

Þessi fína snapchat mynd sem mamma tók er sú eina sem ég á af okkur fyrir brottför. Ég útgrátin og rauð og Gunni stífbaggaður og flottur. Seinni myndin er tekin þegar svolítið er liðið á ferðina og ég var með regnhlíf yfir bakpokanum.

Hér að neðan er listinn sem ég gerði fyrir ferðina 👇🏻
Við vorum nokkuð viss um að við myndum einungis vera í sólarlöndum svo við pökkuðum fyrir heitara veðurfar.

Fatnaður
2-3 stuttbuxur
1 þægilegar buxur – fyrir flug
3-4 hlýrabolir
2 þunnar peysur
1 þykk peysa
1 sætur kjóll
1 pils
nærföt
1-2 íþróttatoppar
3-4 sokkapör – ég tók of mikið, notaði þá nánast aldrei
1 par af strigaskóm
1 par af sandölum – hægt að kaupa líka úti
sundföt

Snyrtivörur
tannbursti + tannkrem + tannþráður
hárbursti
teygjur + spennur
svitalyktareyðir
andlitshreinsir
rakakrem
3-4 þvottapokar
sjampó + hárnæring
sólarvörn + andlitssólarvörn
naglasnyrtikit + naglalökk
rakvél + rakvélablöð
ferðaspegill
make-up – ég tók ekki mikið, notaði sjaldan
After Bite
Vaselín
Baby powder – hax fyrir táfýluskó 😅

Lyf / Sjúkrataska
Ibufen
Panodil
Immodium – stopptöflur 💩
ofnæmistöflur
spritt
pillan
Lítil sjúkrataska með plástrum o.fl.
Brunagel
blöðrubólgulyf – (ekki möst haha en ég var við öllu búin)
Moskítósprey

Annað
hengilás – til að geta læst skápum á hostelum
vatnsheldur poki yfir bakpokann
Microfibre handklæði
sólgleraugu
auka poki fyrir óhrein föt

Handfarangur
vegabréf + ljósrit af vegabréfi
Visakort
alþjóðlegt ökuskírteini
sími + hleðslutæki
heyrnatól
myndavél + filmur
travel adapter – svona græja til að breyta kló eftir löndum
ferðahleðslutæki
mittistaska
teikniblokk + pennar
spil
spritt
ferðatryggingakort
bólusetningarkort

Í dag myndi ég eflaust bæta við listann tölvu, AUGABRÚNALIT og dagbók. Sé mest eftir að hafa ekki skrifað dagbók í ferðinni, væri svo gaman að lesa hana í dag. Ég held að tölva sé samt ekki möst og ég saknaði hennar ekkert þá en í dag nota ég hana svo mikið til að vinna myndir og skrifa blogg 🤪 Við enduðum líka á að kaupa iPad í miðri ferð, aðallega til að geta horft á Netflix. Það var mjög góð fjárfesting og stytti okkur mikið stundir í flugum.

Eins og ég segi þá pökkuðum við nokkuð vel og notuðum mest allt sem fór með í ferðina. Ég man a.m.k ekki eftir neinu sem við notuðum áberandi lítið. Lykilatriði að pakka þægilegum fötum en svo fannst mér líka mikilvægt að hafa einhver skvísuföt eins og eitt pils eða kjól. Svona þegar mann langar að gera sér dagamun.

Listinn er auðvitað alls ekki tæmandi og er mismunandi fyrir hvern og einn hvað sé best að taka með. Það ráð sem við fengum var að taka sem minnst með okkur og þó listinn virki kannski langur þá komst allt mjög vel fyrir og við höfðum hellings pláss í pokanum þegar við lögðum af stað. Ég endaði á að kaupa skálar í Tælandi, jenga spil, föt á götumörkuðum og alls konar annað sem ég hefði ekki viljað sleppa svo það er betra að pakka minna en meiru!

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s