Uppáhalds á Copenhagen Fashion Week – AW21

Copenhagen Fashion Week var haldin hátíðleg dagana 2.-4. febrúar. Tískuvikan var með breyttu sniði í ár vegna covid-19 en öll dagskráin var færð online svo allir sem vildu gátu fylgst með hverri sýningu live á heimasíðu Copenhagen Fashion Week. Voða gaman fyrir tískuáhugafólk eins og mig sjálfa að geta fylgst með úr stofunni heima en eflaust minna gaman fyrir þá sem hafa venjulega mætt á sýningar í eigin persónu. Fjarlægur draumur að fá boð á eina slíka sýningu 💭

Í tilefni þess tók ég saman þau fatamerki og lúkk sem mér fannst standa upp úr í ár.

Stand Studio
Mig dreymir um fallega yfirhöfn frá Stand Studio. Rauða dragtin hér að neðan mætti líka alveg verða mín. Jafnvel ein svona púffuð taska. Línan fyrir haustið 2021 er litrík og lofar verulega góðu!

By Malene Birger
Tímalausar og eigulegar flíkur. Ég elska síða, kósý kjóla og langar í hvern einasta hér að neðan. Og dragtina. Og hvítu stígvélin. Öll línan er einfaldlega sjúklega flott og ég átti erfitt með að velja bara nokkrar myndir. Bjútfífúl!

Stine Goya
Eitt af mínum allra uppáhalds fatamerkjum. Ég elska munstrin og litagleðina sem einkennir Stine Goya. Fjólubláa settið, munstraði jakkinn og hanskarnir eru mínar uppáhalds flíkur úr þessari línu.

Holzweiler
Ég veit mjög lítið um þetta merki og vissi ekki við hverju ég átti að búast en varð aldeilis ekki fyrir vonbrigðum. Ótrúlega flott lína og ég tók sérstaklega eftir pilsunum sem eru frábrugðin þeim sem ég hef séð áður. Geggjuð!

Remain
Remain by Birger Christensen er tiltölulega nýtt merki, stofnað 2018. Mér finnst almennt margir tala um að þetta sé merki sem vert er að fylgjast með næstu árin. Skiljanlega, hönnunin þeirra er ofboðslega falleg og flíkurnar eigulegar.

Rains
Síðast en ekki síst. Fékk gæsahúð yfir þessari sýningu. Svo sjúklega töff lína. Ég átti einnig erfitt með að velja myndir hér, mér fannst allt geggað. Hafið þið séð meira djúsí kósýgalla en þennan hvíta? Kósýkonan sem ég er þarf nauðsynlega að eignast hann.

Ég vona að þið hafið haft gaman að svona færslu, megið endilega láta mig vita ef svo er ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s