Bloggið er eins árs (!!)

Í dag er ár liðið frá því að ég opnaði bloggið. Eitt ótrúlega skemmtilegt, lærdómsríkt og gefandi ár ❤

Fyrir ári síðan opnaði ég sem sagt bloggið þegar fyrsta Covid-bylgjan var í fullu fjöri. Ég er eiginlega fullviss um að ég hefði ekki opnað bloggið ef ekki hefði verið fyrir samkomubannið. Ég var svo ofboðslega hrædd um hvað öðrum myndi finnast um bloggið og það var þægilegt að geta birt það án þess að þurfa að hitta neinn fyrstu dagana á eftir. Ég get því þakkað blessuðum heimsfaraldrinum fyrir það!

Ég svo ánægð að hafa tekið skrefið. Ég elska að blogga, það er það allra skemmtilegasta sem ég geri. Svo er ég líka bara frekar stolt af mér og þessu litla bloggi. Stolt af sjálfri mér fyrir að hafa hlustað á hjartað og fylgt draumnum mínum en ótrúlegt en satt þá hefur þessi bloggdraumur verið til frá því að ég var 15 ára gömul. Það er svo geggjað að fara aðeins út fyrir boxið og gera það sem mann langar til að gera!

Í dag trúi ég því varla að ég hafi verið hrædd við álit annarra á blogginu því ég hef ekki fengið neitt nema dásamleg viðbrögð frá ykkur sem lesið það. Ég er svo innilega þakklát fyrir ykkur öll og ykkar viðbrögð, þau skipta mig miklu máli ❤

Takk fyrir samfylgdina síðasta árið, ég get lofað ykkur því að þau verða miklu fleiri!

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s