Síðustu dagar

Síðustu dagar hafa verið átakanlegir en á sama tíma svo frelsandi og góðir á marga vegu. Það hefur ýmislegt gerst á undanförnum tveimur vikum eða svo og ég held ég sé fyrst núna að ná mér niður eftir mikinn tilfinningarússíbana. Á sama tíma og ég kláraði þriggja ára BS námið mitt í hagfræði við Háskóla Íslands þá fór samfélagið á hliðina þegar önnur #metoo bylgjan hófst sem neyddi mig til þess að grafa upp gömul sár. Hvort tveggja risastórir áfangar í mínu lífi. Hagfræðigráðan og að hafa loksins tekið upp hanskann fyrir sjálfri mér og sagt mína sögu. Mig langar að þakka ykkur sem hafið tekið ykkur tíma til þess að senda á mig skilaboð í kjölfar síðustu færslu, þau skipta mig meira máli en ykkur grunar ❤

Blessunarlega fékk ég smá frí þegar prófin kláruðust og færslan var birt sem ég nýtti til þess að hlaða batteríin og verja tíma með vinum og fjölskyldu. Hér að neðan má sjá myndir frá síðustu dögum.

Próflokafögnuður! Fyrst heima með fjölskyldunni og svo með stelpunum mínum úr hagfræðinni.

Dagur í borginni með mömmu, ömmu, Beggu og Einsa. Fórum meðal annars í bottomless brunch á Public house, uppáhalds veitingastaðnum mínum.

Helgi af bestu gerð uppi í sveit með vinum okkar ❤

Fleira var það ekki í bili. Nú þegar skólinn er búinn og ég hef meiri tíma í að sinna blogginu stefni ég á að vera dugleg að birta færslur hér eftir. Ég ætla að reyna að birta a.m.k eina færslu á viku 🥳

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s