Helgarfrí fyrir vestan

Við Gunni kíktum vestur um helgina og áttum mikið góða helgi þar með fjölskyldunni hans Gunna. Ég hef eflaust komið inn á það áður en Gunni er frá Ísafirði eða Hnífsdal nánar tiltekið og bjó hann bæði þar og á Ísafirði þegar hann var yngri. Við reynum því að kíkja reglulega og gisti stórfjölskyldan saman í Hnífsdal þessa helgina.

Þar var ýmislegt brallað. Við fórum í göngu um Hnífsdal, lékum okkur á ærslabelg, kíktum á Dokkuna og almennt nutum samverunnar í góðu veðri. Risa shoutout á Dokkuna, brugghúsið á Ísafirði en það er rekið af frændfólki mínu. Mæli hiklaust með að kíkja þar við ef þið eruð einhvern tímann á Ísafirði!

Á sunnudeginum lögðu allir af stað heim, nema við Gunnsi. Við vorum einum degi lengur og fórum í smá bíltúr um svæðið í kring. Fyrsta stopp var Holtsbryggja. Holtsbryggja er nálægt Flateyri og er með fallegri stöðum sem ég hef komið til á Íslandi. Tær sjór, hvítur sandur og stórkostlegt umhverfi.

Við keyrðum líka að Dynjanda, einum fallegasta foss landsins. Skyldustopp að mínu mati ef þið eruð í grenndinni. Restin af deginum fór svo í kósýheit í Hnífsdal.

Á mánudeginum vöknuðum við snemma þar sem ég var að fara að vinna, pökkuðum og komum okkur fyrir á kaffihúsinu Heimabyggð á Ísafirði. Þar fengum við okkur kaffi og ótrúlega góðan morgunmat.

Á leiðinni heim stoppuðum við í lauginni í Heydal. Á svona löngum keyrslum finnst mér mega næs að dýfa mér aðeins ofan í laug. Ég verð mikið ferskari og tilbúnari í ferðalagið framundan. Laugin í Heydal er líka sérstaklega fín og svo tekur á móti manni ein sæt kisa, ekki skemmir það ❤

Ég fengi seint stig fyrir glæsilegheit í kaðlinum.

Annars var ég nokkuð dugleg að taka upp ferða-VLOG um helgina og ég hlakka mikið til að deila því með ykkur. Bíðið spennt!

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s