Kærkomið sólarhrings deit

Síðasta fimmtudag áttum við Gunni mjög svo kærkomið deit. Það hefur mikið gengið á síðustu vikur, brjálað að gera og alls konar breytingar svo þegar Þjóðhátíð var blásin af (við vorum á leiðinni þangað) ákváðum við að taka einn dag út af fyrir okkur og verja tíma saman í ró og næði.

Gunni sótti mig í vinnuna um hádegisbilið á fimmtudag og fengum við okkur hádegismat á Kaffi Krús á Selfossi. Þar er alltaf næs að borða og sérstaklega í góðu veðri því útisvæðið þar er geggjað.

Næst lá leiðin í búbbluna frægu. Við áttum bókað eina nótt á búbblu hótelinu svo við tékkuðum okkur inn þar um fjögur leytið og komum okkur fyrir.

Veðrið þennan daginn var ótrúlega gott, 20 gráður og logn svo við ákváðum að kíkja í Gömlu Laugina á Flúðum sem er rétt hjá búbblu hótelinu. Þar lágum við heillengi í sól og blíðu en uppskárum fyrir vikið nokkur lúsmýbit 😅

Eftir laugina fórum við á veitingastaðinn Minilik á Flúðum. Minilik er eþíópískur veitingastaður sem er nær alltaf fullbókaður og svoleiðis var það einnig þennan daginn. Við ákváðum þó að bíða eftir borði fyrst veðrið var svona fínt og lítið mál að sitja úti í sólinni á meðan. Minilik stóðst allar mínar væntingar og maturinn var sjúklega góður. Ég mæli eindregið með að koma þar við ef þið eigið leið hjá (gott að panta borð áður).

Kvöldinu vörðum við svo í búbblunni með rauðvín og súkkulaði að spila Uno. Agalega huggulegt.

Við getum heilshugar mælt með nótt í búbblunni, þar er mikið notalegt að vera. Fallegt umhverfi, þægileg rúm og okkur var alls ekki kalt en ég fékk þó nokkrar spurningar um hvort búbblurnar séu hitaðar. Það blæs heitu í búbblurnar á kvöldin og köldu á daginn ef það er heitt. Okkur leið svolítið eins og við værum í lúxus útilegu.

Fullkomið sólarhrings deit í alla staði ❤

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi færsluna (eða bara eitthvað annað) er ykkur alltaf velkomið að senda á mig í gegnum Instagram.

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s