Uppáhalds á Copenhagen Fashion Week – SS22

Í síðustu viku fór Copenhagen Fashion Week fram í annað sinn á þessu ári en fyrir þá sem ekki vita þá fer tískuvikan fram tvisvar á ári – í janúar og í ágúst. Í janúar voru haust/vetrar línurnar fyrir árið 2021 sýndar og nú í ágúst voru sumarlínurnar sýndar fyrir árið 2022.

Ég tók saman mínar uppáhalds línur þetta árið og deili með ykkur hér að neðan. Fyrir áhugasama tók ég einnig saman mínar uppáhalds línur á Copenhagen Fashion Week AW21 sem var í janúar á þessu ári, sjá HÉR.

7 Days Active
7 Days Active er að mínu mati með fallegri íþróttavörumerkjum þessa heims og er sumarlínan fyrir árið 2022 engin undantekning. 7 Days Active er tiltölulega nýtt merki, stofnað árið 2019 í Danmörku sem leggur áherslu á fashionable íþróttavörur úr endingargóðum efnum og umhverfisvæna framleiðslu. Við elskum það. Línan fyrir sumarið 2022 lúkkar sjúklega vel og það sem vakti mína athygli var fyrst og fremst samsetning litanna og 90’s vibe-ið. Húrra Reykjavík selur vörur frá 7 Days Active svo við hér á Íslandi fáum mögulega tækifæri til að kaupa flíkur úr þessari línu næsta sumar.

Baum und Pferdgarten
Baum und Pferdgarten er eitt af stærstu merkjum Danmerkur, þekkt fyrir litríkar flíkur og skemmtileg smáatriði. Línan fyrir sumarið 2022 er sérstaklega björt og litrík og ég átti mjög erfitt með að velja aðeins nokkur uppáhalds lúkk. Ég er mikill aðdáandi samfestinga og þessi bleiki hér að neðan öskrar Sesselía. Metallic stuttbuxurnar eru líka geggjaðar og koma mjög vel út með fallegum blazer. Baum und Pferdgarten er staðsett á Garðatorgi hér á Íslandi svo við getum jafnvel skoða þessar vörur með eigin augum næsta sumar. Hlakka til!

Brøgger
Halló pastel lína drauma minna. Ég hef sjaldan séð fallegri litapallettu og á þessari sýningu. Brøgger er fatamerki sem stofnað var í London af dönskum fatahönnuð árið 2017 og leggur hún áherslu á tímalausar flíkur. Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri af þessu merki en ég er vægast sagt spennt fyrir því. Sumarlínan árið 2022 er ofboðslega falleg og svo elegant – dragtir, flæðandi kjólar og stórar slaufur. Bjútífúl.

Ganni
Ganni er eitt af mínum uppáhalds merkjum. Línan fyrir sumarið 2022 er bæði krúttleg og töff á sama tíma og það kemur ekkert smá vel út. Edgy hönnun og netabolir á móti bleikri pallíettu og blómum. Þessi lína er hreint út sagt geggjuð og ég er staðráðin í að safna mér fyrir einni eða jafnvel tveimur flíkum. Frjáls framlög í sparnaðarsjóð Sesselíu velkomin.

Han Kjøbenhavn
Sú lína sem kom mér hvað mest á óvart. Þetta er ekki hin týpíska, litríka og bjarta sumarlína heldur þvert á móti. Leður, pallíettur, flegin hálsmál og dökkar flíkur einkenna sumarlínu Han Kjøbenhavn og þær grípa svo sannarlega augað. Sjálf gæti ég vel hugsað mér að eignast hvítu leðurbuxurnar og gráu dragtina. Jafnvel pallíettukjólinn líka. Ef verðlaun væru veitt fyrir mest töff sumarlínu ársins 2022 stæði Han Kjøbenhavn án efa uppi sem sigurvegari þeirra verðlauna.

Nikolaj Storm
Síðast en ekki síst. Mig dreymir um ferð til útlanda þessa dagana og þessi lína ýtti enn frekar undir þann draum. Ég sé mig fyrir mér í safari ferð í Afríku í einu af þessum dressum hér að neðan og ég vona innilega að það verði raunin næsta sumar. Jafnvel með eins og einn drykk í hönd. Printin, hönnunin, hattarnir – allt saman stórkostlegt.

Ég veit fátt skemmtilegra en nákvæmlega svona færslur, vona að ykkur þyki þær ágætar líka ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s