GESSI BYGGIR: 1. ÞÁTTUR

Eins og flest ykkar hafið eflaust tekið eftir á Instagram hjá mér þá keyptum við Gunni fokhelt hús í lok sumars. Við fengum svo lykla að húsinu í hendurnar um miðjan ágúst og munu næstu mánuðir fara í að standsetja húsið okkar svo við getum flutt inn. Ég ákvað að taka ferlið upp og deila með ykkur á Youtube og er fyrsti þáttur í framkvæmdaseríunni tilbúinn.

Við erum vægast sagt spennt fyrir næstu dögum, vikum og mánuðum í húsinu okkar og það er búið að vera svo skemmtilegt að vinna í þessu saman!

Ég vona að þið hafið einnig gaman af því að fylgja okkur í þessu ferli ❤

P.S. Ég bað um hugmyndir að nafni á framkvæmdaseríunni í story á Instagram. Þar voru vinsælustu hugmyndirnar „Sessa byggir“ og „Gunni byggir“ og fékk mamma þá snilldar hugmynd að sameina nöfnin okkar og skýra seríuna „Gessi byggir“. Þaðan kemur þetta fína nafn 😅

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s