Laugardagsdress

Laugardagurinn síðasti var ansi viðburðaríkur.

Hann hófst í bakarínu GK á Selfossi (mínu uppáhalds) og svo lá leiðin í SHAY snyrtivöruverslun að taka myndir af opnunardeginum þeirra. SHAY er að mínu mati fallegasta snyrtivöruverslun landsins og svo kærkomin viðbót við miðbæ Selfoss. Hvet ykkur eindregið til þess að gera ykkur ferð þangað við tækifæri ✨

Ég valdi dress dagsins út frá þægindum og útkoman varð þetta pasteldress frá toppi til táar.

Buxur - Vintage frá ömmu // Peysa - Gömul úr Lindex // Skór - New Balance // Sólgleraugu - Spúútnik

Dagurinn endaði svo í húsinu okkar að stússast, líkt og flestir dagar undanfarnar vikur og pastel dressinu var skipt út fyrir haugskítugan iðnaðargallann.

Fleira var það ekki í bili ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s