2x dress og myndir frá síðustu dögum

Ég sakna þess svolítið að blogga. Undanfarna mánuði hefur allur fókus verið á framkvæmdunum og flest annað fengið að sitja á hakanum á meðan. Bloggið meðal annars (fyrir utan framkvæmdaþættina). Ég ætla að reyna að breyta því og forgangsraða blogginu umfram annað hér eftir. Mér þykir nefnilega svo skemmtilegt að blogga, reyndar finnst mér fátt skemmtilegra en að blogga og ég hlakka til að deila fleiri skemmtilegum færslum með ykkur á næstu vikum.

Mig langar að byrja á að deila með ykkur nokkrum myndum frá síðustu dögum/vikum.

Í byrjun nóvember fór ég í opnunarpartý 1104byMAR og Rvk Ritual en þau voru að opna svo fallegt rými að Seljavegi 2. Þar er hægt að versla skart hjá 1104byMAR og vörur frá Rvk Ritual ásamt því að sækja hin ýmsu námskeið og viðburði hjá Rvk Ritual. Ég er ekki frá því að þetta sé eitt fallegasta rými landsins, mæli með heimsókn þangað.

Elsku besta húsið okkar sem færist nær því að verða heimili með hverjum deginum. Hér enda og/eða byrja nær allir okkar dagar.

Við mamma og Berglind höfum átt miða á tónleika með Hipsumhaps í næstum því tvö ár. Þeir voru loksins haldnir í Eldborg í Hörpu þann 12. nóvember og við áttum kærkomið mæðgnadeit. Skelltum okkur í hraðpróf, borðuðum dásamlegan mat á Rok fyrir tónleika og áttum svo gott kvöld saman.

Dragt - Vintage frá ömmu // Bolur - Hildur Yeoman // Taska - Nytjamarkaðurinn Selfossi

Um síðustu helgi fengum við Gunni smá frí frá framkvæmdum í fyrsta skipti. Ég nýtti fríið í Reykjavíkurferð með mömmu þar sem við fórum á leik hjá Einsa bróður og ég verslaði eldhúsborð og spegil drauma minna. Sýni ykkur það betur síðar.

Peysa - Samsøe Samsøe // Buxur - Fatamarkaðurinn // Skór - JoDis // Hálsmen - 1104byMAR

Ég hef þetta ekki lengra í bili. Takk fyrir að lesa ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s