Jólagjafir fyrir alla í SHAY

*Þessi færsla er ekki kostuð. Þær vörur sem fengnar voru að gjöf eru sérstaklega teknar fram.

Eru ekki örugglega allir búnir að kíkja í SHAY, fallegustu snyrtivöruverslun þessa lands?

SHAY er staðsett í nýja miðbænum á Selfossi með úrval húð- og snyrtivara og ef þú hefur ekki komið þar við þá hvet ég þig eindregið til þess að gera þér ferð á Selfoss, þú verður ekki svikin/n/ð.

Í tilefni þess að það eru aðeins örfáir dagar í jólin langar mig að taka saman jólagjafahugmyndir úr SHAY fyrir öll kyn. Snyrtivörur eru að mínu mati solid gjöf fyrir hvern sem er – ömmu, afa, mömmu, pabba, systkini, maka, vini og okkur sjálf ✨

 1. Pollufree Makeup Melting Cleanser Balm – Olíuhreinsir í föstu formi sem fjarlægir t.d. andlitsfarða og mengun sem sest á húðina. Ég sjálf er mega spennt fyrir þessum, elska hreinsa sem bráðna á húðinni – 4.290 kr.
 2. Hárklemma – Næs aukagjöf á mjög góður verði. Ég er með frekar þykkt og mikið hár og get ekki notað allar klemmur til að halda hárinu uppi en þessar haldast allan daginn – 999 kr.
 3. Mist & Co gjafasett – Inniheldur deep clean burstahreinsinn, daily burstahreinsinn og hreinsiþvottapokann. Mig hefur lengi langað til að prófa vörurnar frá Mist & Co, er skammarlega löt við að þrífa förðunarburstana mína og bind miklar vonir við að það breytist þegar ég eignast þessar vörur – 5.990 kr.
 4. Erborian CC créme – Uppáhalds, uppáhalds. Ég fékk þessa vöru að gjöf frá SHAY fyrir um tveimur vikum og hef ekki notað annað á andlitið síðan. CC krem sem jafnar húðlit, gefur náttúrulegt útlit og nærir húðina. Looove it – 15 ml. 3.220 kr. 45 ml. 6.800 kr.
 5. Real Techniques Glow Finish Blend Extender / Satin Finish Blend Extender – Setting sprey frá Real Techniques. Ég hef notað Glow Finish spreyið í nokkrar vikur núna og er mikið hrifin, það veitir raka og gerir húðina glowy og fína. Droparnir í því eru líka svo fíngerðir, svona mist-kenndir ef þið fattið og það er svoo næs að spreyja því á sig. – 1.740 kr.
 6. Ariana Grande Fragrance Trio Collection – Ilmur er alltaf góð gjöf og hvað þá þrír í pakka. Ilmvötnin frá Ariana Grande eru guðdómlegir og þetta gjafasett á frábæru verði – 7.990
 7. Lancôme L’Absolu Mademoiselle Shine Lipstick 525 – Hinn fullkomni rauði varalitur fyrir hátíðirnar. Einstaklega mjúkur og fallegur – 5.499 kr.
 8. La Provencale Bio Oil of Youth Night Serum – Næturserum sem nærir, mýkir, sléttir og lífgar upp á húðina. Ég á líkamsolíuna frá þessu merki sem ég dýrka og dái svo ég er virkilega spennt fyrir þessu serumi – 3.820 kr.
 9. Bondi Sands Self Tanning Foam Dark – Mín go to brúnkufroða þegar mig langar að vera extra fín, t.d. yfir hátíðirnar. Auðvelt að bera á, dreifist vel og svo er dásamleg lykt af því – 3.200 kr.
 10. Lancôme Hypnose Palette Bronze Absolu – Falleg augnskugga palletta, tilvalin fyrir jóla- og áramótaförðunina 8.299 kr.
 1. Erborian Skin Hero – Algjör snilldarvara. Litlaust dagkrem sem dregur út útlitsgöllum í húð á aðeins 7 dögum og ég get staðfest það hér og nú. Ég fékk kremið að gjöf frá SHAY og húðin mín umbreyttist. Húðliturinn er jafnari, áferðin er betri og mér finnst hreinlega eins og ég glói. – 6.800 kr.
 2. Armani Code gjafasett – Mjög svo klassískur og góður ilmur og gjafasett eru alltaf góð gjöf. Þetta sett er einstaklega veglegt og á góðu verði 13.799 kr.
 3. Clinique For Men Super Energizer Anti-Fatigue De-puffing Eye Gel – Augngel sem hefur kælandi áhrif, veitir góðan raka og birtir augnsvæðið – 6.570 kr.
 4. CeraVe Hydrating Facial Cleanser – Minn uppáhalds andlitshreinsir sem ég hef notað í ansi langan tíma. Þessi er mildur, veitir raka og hefur ekki áhrif á náttúrulega vörn húðarinnar 2.699 kr.
 5. Nip+fab Glycolic Fix Extreme Night Pads – Hreinsipúðar sem innihalda AHA og BHA sýrur. Ég gaf Gunna svona fyrr á árinu en hann vantaði alls konar húðvörur og mér datt í hug að honum þætti þægilegt að eiga svona púða sem væru lítið „vesen“, þyrfti bara að taka einn úr boxinu og nota á andlitið. Það reyndist rétt hjá mér og hann hefur notað þá mikið – 2.499 kr.
 6. Biotherm Homme Aquapower gjafasett – Mjög næs gjafasett frá Biotherm sem inniheldur rakakrem og svitalyktareyðir – 6.770 kr.
 7. Erborian Milk & Peel Shot Mask – Tveggja þrepa andlitsmeðferð sem djúphreinsar og djúpnærir húðina. Sniðug aukagjöf! – 1.520 kr.
 8. Dr. Salts Post Workout Therapy Shower Gel – Sturtusápa sem inniheldur epsom salt og svartan pipar sem hjálpar til við að slaka á vöðvum og létta á vöðvaspennu – 790 kr.
 9. Magic Stripes Wake Me Up Collagen Eye Patches – Kælandi augnpúðar sem draga úr fínum línum, þrota og baugum og birta augnsvæðið til. Nauðsyn í öllum snyrtitöskum á extra þreyttum dögum – 1.199 kr.
 10. Erborian Bamboo Créme Frappée – Rakagefandi og frískandi andlitsgel sem mýkir og lífgar upp á húðina. Mjög spennandi rakakrem frá þessu uppáhalds merki. Fullkomið fyrir þá sem kjósa gelkennd og frískandi krem – 6.140 kr.

HAPPY SHOPPING!

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s