Jólakveðja
Gleðileg jól elsku lesandi, ég vona að þú hafir notið þeirra sem allra best ❤
Ég átti mikið notaleg jól með minni fjölskyldu sem einkenndust af óhóflegu magni af mat og almennum kósýheitum.
Aðfangadagur hjá mér hófst í vinnunni með Einsa bróður mínum en við stóðum vaktina í Pennanum Eymundsson á Selfossi fram að hádegi. Ykkar kona var að sjálfsögðu mætt í jólapeysu og náði að pína Einar í sína peysu fyrir eina mynd.

Við Gunnsi vörðum svo aðfangadegi heima hjá mér í Þorlákshöfn með mömmu, pabba, Einsa, Beggu, ömmu Settu, Heklu frænku og lítilli nokkurra mánaða dásamlegri frænku. Öll í náttfötunum en við systkinin höfum lengi barist fyrir því að fá að halda jólin í náttfötunum og eftir margra ára suð fengum við þann loksins draum uppfylltan. Miiiikið næs.











Á jóladag og annan í jólum vorum við svo bara enn í náttfötunum. Borðuðum konfekt og önnur sætindi , spiluðum og dúlluðum okkur heima. Ég byrjaði á nýrri bók, fór í göngutúr með Beggu og horfði á Harry Potter með Gunnsa. F u l l k o m i ð.


Ég hef þetta ekki lengra í bili. Langaði rétt að kasta á ykkur smá jólakveðju ❤
LOVE
Sesselía