Hvað stóð upp úr árið 2021?

Enn eitt árið liðið og ég sver það tíminn líður hraðar með hverju árinu. Á sama tíma finnst mér janúar 2021 samt vera óralangt í burtu. Einhver sem tengir?

Árið 2021 var ár mikilla breytinga, stórra áfanga og alls konar tilfinninga hjá undirritaðri. Ég útskrifaðist sem hagfræðingur frá Háskóla Íslands, við Gunni keyptum fokhelt parhús og hófum framkvæmdir í því, ég byrjaði í nýrri vinnu og fékk einnig tækifæri til þess að spreyta mig í hinum ýmsu verkefnum. Lífið var þó ekki einungis dans á rósum og fannst mér það erfitt á köflum. Mikil keyrsla, gömul sár, stress og hálfgerð vanræksla gagnvart sjálfri mér eru orsakir þess og er ég enn svolítið viðkvæm og lítil í mér vegna þess. Það er þó allt í vinnslu, ég kem tvíefld til baka árið 2022!

Í lok árs 2020 tók ég saman það sem mér fannst standa upp úr það árið og langar mig að gera slíkt hið sama fyrir árið 2021. Upprifjun á góðum stundum minnir mig á allt það fallega sem ég hef í lífinu og það er mikið skemmtilegra að einblína á það fremur en annað ❤

 1. Bílferðirnar okkar Gunnsa. Uppáhalds deitin mín!
 2. Páskafríið. Því var meira og minna varið í BS ritgerðarskrif en inn á milli átti ég notalegar stundir með fjölskyldu og vinum og fór m.a. að skoða eldgosið.
 3. Fjölmörg covid pubquiz með vel völdum.
 4. Akureyrarferð með stórfjölskyldunni. Ég fór í fyrsta skipti á snóbretti í þeirri ferð, ægilega dugleg í barnabrekkunni.
 5. Afmælisdekur fyrir Gunnsann á ION Adventure Hotel á Nesjavöllum.
 6. Bústaðarhelgi með góðum vinum í byrjun sumars.
 7. Vestfjarðaferð með Gunnsa.
 8. Útskriftardagurinn minn. Langþráðum áfanga loksins náð með góðum árangri og ég fékk að fagna langt fram eftir nóttu með vinum og fjölskyldu. Ógleymanlegur dagur!
 9. Þegar öllum takmörkunum var aflétt í stutta stund. Á þeim tíma fór ég m.a. í útilegu á Kirkjubæjarklaustur í dásamlegu veðri, tjúttaði í miðbæ Reykjavíkur, Kótelettan var haldin á Selfossi og árleg Meistarahelgi fór fram.
 10. Sólarhringsdeit með Gunnsa rétt fyrir versló eftir mikla vinnutörn.
 11. Húsakaupin okkar Gunna og framkvæmdir í því. Einnig langþráður áfangi sem við höfum lagt allt okkar í undanfarið hálfa árið.
 12. Ganga að Glym í lok sumars.
 13. Lítil frænka kom í heiminn í lok september ❤
 14. Mæðgnadagur í sveitinni í fallegu haustveðri í október.
 15. Jólin. Róleg og notaleg jól heima í Þorlákshöfn ❤

Ég skora á ykkur að prófa að telja upp það sem stóð uppúr hjá ykkur árið 2021, það gerði mér a.m.k gott ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s