Heima inspo

Síðustu mánuði hef ég varið óhóflega miklum tíma á Pinterest að skoða falleg heimili. Það styttist óðum í að við Gunni getum flutt inn í húsið okkar og eðlilega er það nær eina sem við spáum í þessa dagana.

Þið voruð nokkur forvitin um hvernig við (ég) sjáum heimilið okkar fyrir okkur og hvaðan við fáum innblástur og því þótti mér tilvalið að henda í eina bloggfærslu um það.

Ef Gunni fengi að ráða (sem hann fær ekki) yrðu öll okkar húsgögn svört og veggirnir dökkir en ég er ekki alveg þar. Verandi búsett á Íslandi þar sem varla sést til sólar helminginn af árinu þá get ég ekki hugsað mér að heimilið mitt sé í dekkri kanntinum. Ég vil því leggja áherslu á bjart en á sama tíma notalegt rými.

Við völdum hvítar innréttingar í eldhús, baðherbergi og þvottahús og einnig hvíta fataskápa. Alrýmið, gestaherbergið og þvottahús er málað í ljós-beige lit og baðherbergið verður flísalagt með ljósum flísum, fallegustu flísum heims að mínu mati. Þið getið kíkt á smá preview af flísunum í nýjasta þættinum af Gessi byggir HÉR.

Gólfin í öllum öðrum rýmum en á baðherberginu eru flotuð. Við erum bæði mjög hrifin af flotuðum gólfum og tókum því ákvörðun um að flota allt rýmið í stað þess að setja parket eða flísar. Mér finnst mottur líka koma svo vel út á flotuðum gólfum svo ég stefni á að fylla heimilið af kósý mottum.

Til að vega upp á móti hvítu innréttingunum og flotaða gólfinu og fá smá hlýju í rýmið verða valin húsgögn úr við. Svefnherbergið og tölvuherbergið hans Gunnsa eru einnig máluð í notalegum brúntóna lit.

Í grunninn verður heimilið okkar í svona „scandi neutral“ stíl. Ég er þó hrifin af litum og vil hafa líflegt í kringum mig svo smáhlutir líkt og búsáhöld, púðar, plaköt o.s.frv. verða í fallegum litum. Ji ég sé þetta svo mikið fyrir mér!

Ég hlakka svoo til að innrétta og gera fínt á mínu eigin heimili (og deila með ykkur myndum). Bráðum… ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s