Uppáhalds á CPHFW AW22
Þessi tími ársins þegar mig dreymir um að vera áhorfandi á tískuvikunni í Köben. Einn daginn!
Þangað til fæ ég að fylgjast með fallegum tískulínum skandinavísku merkjanna í gegnum netið. Mínar uppáhalds fyrir haustið/veturinn 2022 eru:
Soulland
Í AW22 línu Soulland finnst mér fluffy skórnir standa sérstaklega upp úr, minna svolítið á sambærilega faux-fur skó frá Miu Miu. Þeir eru sjúklega töff og fara vel við bæði oversized sem og aðþrengd föt líkt og sjá má hér að neðan. Lína skartar einnig fallegum knitwear flíkum og matching settum sem ég er mikill aðdáandi að.









Stine Goya
Ég held það hafi komið fram áður en Stine Goya er mitt uppáhalds skandinavíska merki. Ég elska litadýrðina sem einkennir merkið og hef hingað til aldrei orðið fyrir vonbrigðum. Mér finnst allt fallegt sem þau hanna. Það á að sjálfsögðu einnig við vetrarlínuna 22 – bjartir og skærir litir, smá silfur og þeirra signature mynstur.









Røge Hove
Veit lítið sem ekkert um þetta merki en er mega spennt fyrir því. Vetrarlínan þeirra skartar kannski ekki flíkum sem henta hinu íslenska veðurfari en þær eru sturlað flottar og ég er mjög hrifin af rykkingunum sem einkenna margar flíkur. Öðruvísi og töff knitwear sem ég væri alveg til í að eignast.










Gestuz
Eeeeelska 80’s vibe-ið. Gullkeðjur um mittið hafa lengi verið mitt go-to hax til að poppa upp annars basic lúkk svo ég kann vel að meta comeback gullkeðjunnar í þessari línu. Mér finnst allt fallegt í þessari línu og ég held þetta sé mín allra uppáhalds í ár. Flegnu hálsmálin, litirnir, kvenleg og falleg snið – stórkostleg lína.










Ganni
Mig dreymdi þessi kúrekastígvél í síðustu viku. Án alls gríns. Þau eru það djúpt í undirmeðvitundinni minni. Ég þarf því augljóslega að eignast þau í vor. Línan í heild er mjög töffaraleg að mér finnst. Hún inniheldur statement flíkur á borð við silfur-coated cropped jakka og buxur í stíl, snakeskin-mynstraða dragt, vínrautt midi pils og topp í stíl en líka flíkur „krúttlegri kantinum“ eins og kjól og denim dress í barbí-bleikum lit. Bjútífúl.









Fleira var það ekki í bili ❤
LOVE
Sesselía