Kærkomið vetrarfrí

Í lok janúar ákváðum við Gunni að bóka okkur smá frí í sólina með viðkomu í London. Veðrið sem hefur verið hér heima eftir áramótin spilaði klárlega þar inn í enda ekki verið upp á sitt besta en svo var líka orðið ansi langt síðan við tókum frí saman. Þann 24. febrúar lá leiðin því til Englands þar sem planið var einfaldlega að skoða okkur um í stórborginni í nokkra daga. Við höfðum hvorug komið til London, eflaust ein af fáum Íslendingum og vorum því spennt að sjá hvað biði okkar.

Við höfðum aðeins tvo heila daga í borginni svo við bókuðum hótel í Soho nálægt Oxford Street og þessum helstu götum eins og Carnaby Street og Kínahverfinu. Fyrir okkur sem aldrei höfðum komið til London var þetta fullkomin staðsetning – stutt að rölta allt um kring, fullt af góðum veitingastöðum og stutt í helstu búðir.

London stóðst allar mínar væntingar og meira til og mig langar strax að bóka aðra ferð. Fallegar byggingar, dásamlegt fólk, góður matur og skemmtilegt mannlíf. Það er einhver sérstök orka þar sem ég kolféll fyrir.

Sunnudaginn 27. feb áttum við svo flug frá London til Kanarí snemma um morguninn. Ég mæli með að bóka leigubíl fyrirfram ef þú átt flug snemma á sunnudagsmorgni frá London. Neðanjarðarlestirnar byrja ekki að ganga fyrr en seint á sunnudögum og Uber drivers eru ekki sérstaklega spenntir fyrir því að keyra út fyrir borgina á þessum tíma dags. Nú eða bóka driver yfir dvölina í London, margir sem eru að vinna með það.

Við lentum seinnipart sunnudags á Gran Canaria og tókum leigubíl á hótelið okkar. Það er staðsett í Maspalomas nálægt ensku ströndinni og var í einu orði sagt fullkomið. Fallega hannað (ekki skemmir það), herbergin mjög svo rúmgóð og með allt til alls, morgunmaturinn geggjaður og sundlaugarsvæðið líka. Svo beið okkar rauðvínsflaska og nammi í herberginu þegar við tékkuðum okkur inn, mega næs!

Á Kanarí gerðum við svo lítið annað en að sóla okkur, borða (frekar vondan😅) mat og dúllast eitthvað um svæðið.

Við tókum þó rúnt einn daginn til Puerto de Mogán og sigldum þaðan til Puerto Rico. Mogán er einstaklega fallegur strandbær í ca. 30 mínútna fjarlægð frá Maspalomas sem mér finnst vera algjört möst að koma til ef þú ert á Kanarí.

Puerto Rico er svo annar strandbær þar rétt hjá og var voða gaman að fara með bát frá Mogán þangað – skemmtileg leið til að skoða eyjuna frá öðruvísi og fallegu sjónarhorni.

Við fórum líka og löbbuðum um Maspalomas Dunes sem eru í göngufjarlægð frá hótelinu okkar. Maspalomas dunes eru nokkurra kílómetra sandöldur á náttúruverndarsvæði sem tengir saman ensku ströndina og Maspalomas ströndina. Við fórum seinnipartinn þegar sólin var að setjast sem var voða rómó.

Annars bókuðum við fríið með það í huga að slaka sem mest á og vorum því lítið að stressa okkur á því að skoða hitt og þetta. Markmið ferðarinnar var að gera sem minnst og ég held okkur hafi tekist bara ágætlega til. Við komum endurnærð heim eftir mjög svo kærkomið frí saman ❤

Ég veit ekkert skemmtilegra en að ferðast með Gunna og er svo innilega þakklát fyrir að geta loksins farið saman í ferðalög aftur.

Annars fáið þið ítarlegri ferðasögu í væntanlegum vlog-um sem munu koma inn á Youtube á næstu vikum. Fylgist með ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s