Á óskalistanum #4

Það er orðið ansi langt síðan ég deildi með ykkur óskalistanum mínum en svoleiðis færslur eru einar af mínum uppáhalds. Vona að þið hafið gaman af þeim líka.

Hér koma nokkrar vörur sem eru á óskalistanum mínum í augnablikinu:

1 Le Roi Bench - Norr11 // 2 Chimi 08 Tortoise - Andrá // 3 SARA Fuxia Croco - JoDis by Andrea // 4 Organic Rib Tank Top - Colorful Standard // 5 Ganni Chunky Loafer - Boozt // 6 Elvira Top - Fou22 // 7 Anissa Kermiche Jugs Jug ceramic vase - Net-a-porter // 8 Black Scoop Onepiece - Lilja the label // 9 Sporty And Rich Health Is Wealth Crewneck - Húrra Reykjavík // 10 Vanessa Mooney The Future Ring – hildur yeoman

Smá sumar vibes í þessum óskalista. Sundbolur, sólgleraugu, opnir hælar og ýmislegt fleira.

Ég er sjúklega skotin í þessum vasa frá Anissa Kermiche og sé hann fyrir mér á vel völdum stað heima. Ég elska bleikan og má finna bleika muni um allt hús hjá okkur Gunna sem var þó alls ekki meðvitað. Ég dregst einfaldlega að bleikum en streittist svolítið á móti því um tíma. Mér fannst ekki nógu töff að þykja bleikur fallegur en ég hef sem betur fer þroskast upp úr þeirri vitleysu og kaupi stolt alls konar bleikt sem mér þykir fínt. Jafnvel að þessi vasi verði næstur!

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s