HÆ aftur

Eftir nokkurra mánaða pásu hef ég fundið löngunina til að byrja að skrifa aftur. Ég elska að skrifa og ég elska þennan miðil sem ég bjó til en á ákveðnum tímapunkti fyrr á árinu fann ég ekki löngunina til þess lengur og hætti. Ég var ekki viss um hvað ég vildi gera við þennan miðil, hvort ég vildi halda honum eða sleppa. Mér fannst ég ekki tengja lengur við þessa manneskju sem skrifaði hér inná, var (og er hehe) ótrúlega týnd í lífinu og var ekki að finna svona mitt „niche“ ef þið skiljið mig. Ég hef áhuga á svo mörgu og vil skrifa og tala um svo mismunandi hluti en mér fannst ég þurfa að velja eitthvað eitt til að einblína á eins og t.d. tísku en auðvitað þarf ég þess ekki. Stundum er ég full kröfuhörð á sjálfa mig 🙂

Að öðru!

Mig langaði að deila með ykkur nokkrum litlum hlutum sem hafa verið að gleða mig þessa dagana, svona hlutum sem gera hversdagsleikann aðeins meira djúsí.

  • Íslatte – líður alltaf eins og skvís í New York þegar ég rölti yfir á Joe & the Juice eða Konungskaffi í miðbænum á Selfossi og næ mér í einn íslatte.
  • Sólin – það er búið að vera svo gott veður í haust og þegar ég horfi út um gluggan núna er heiðskírt og sól. Draumur.
  • Bækur – það er svo næs að lesa góða bók. Í augnablikinu er ég að lesa My Life So Far eftir Jane Fonda og hún er ótrúlega áhugaverð.
  • Hot yoga – ég hef reynt að fara í infrared hot yoga 1x í viku undanfarið og það er dásamlegt.
  • Facetime með fjölskyldunni – mamma og pabbi hringja í mig á facetime nokkrum sinnum í viku og við spjöllum um hitt og þetta. Mér þykir voða vænt um það ❤
  • Teboðið podcast – er mikill aðdáandi og hef verið að hlusta á örugglega hverjum degi síðustu vikur því ég átti svo mikið inni.
  • Æfing fyrir vinnu – algjört orkuskot og gefur mér líka meira rými eftir vinnu til að gera alls konar annað sem mig langar til.
  • Kisan mín – þó hún hafi kúkað á teppið okkar og hvæsi á mig á hverjum degi þá gleður hún mig mikið.
  • Gilmore girls – TikTok made me do it. Horfði á Gilmore Girls á stöð 2 þegar ég var yngri og byrjaði að horfa aftur fyrir stuttu. Kósý og þægilegir þættir til að horfa á með öðru auganu á kvöldin.

Fleira var það ekki í bili ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s