Um mig

Sesselía Dan Róbertsdóttir heiti ég og held úti heimasíðunni sesseliadan.com. Ég er landsbyggðarskvís frá Þorlákshöfn með brennandi áhuga á tísku, hvers kyns hönnun, ljósmyndun, ferðalögum og mismunandi menningarheimum. Í stuttu máli sagt hef ég áhuga á öllu því fallega sem lífið hefur upp á að bjóða og nota ég þennan miðil til að deila þeim áhuga með umheiminum ásamt því að skrifa um og sýna frá mínu eigin lífi.

Vertu hjartanlega velkomin á heimasíðuna mína og takk fyrir að kíkja hér við ❤

LOVE
Sesselía Dan